Heilsa og nudd

Ég býð upp á eftirfarandi nuddmeðferðir:

Heilsunudd sem er heildrænt nudd þar sem ég í samtali við nuddþega meðhöndla aum eða stíf svæði ýmist með djúpvefjanuddi, vefjalosun eða cupping nuddi.  Heilsunudd er 60min-90min-120min.

Sogæðanudd sem er mjúkt nudd þar sem unnið er með sogæðakerfið og eitla  virkar vel á bjúgsöfnun sem fylgir t.d. álagi, skurð og lýtaaðgerðum.

Slökunarnudd með reiki heilun.

Meðgöngunudd sem beinist að ýmsum álagsverkjum sem fylgja oft meðgöngu og endar á slökun.